3.1.2011 | 21:41
Gott mál!
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér þessu með vegtollana, þar sem að ég bý nú á Selfossi og þarf að keyra oft til Reykjavíkur. Þetta er eitthvað sem að er bara ágætt mál ef að hugsað er að öryggi fjölskyldu minnar og annara. Hvort viltu aka um handónýtan veg sem liggur milli self. og Rvk. þar sem að mörg dauðaslys hafa orðið vegna lélegs gatnakerfis, eða borga nokkra hundraðkalla og fá öruggt og gott gatnkerfi sem að þjónar þúsundum farþega á degi hverjum. Þetta er kannski gjaldleiðin sem við verðum að sætta okkur við og að loksins sé eitthvað gert í þessum málum.
Svo er það líka með okkur íslendinga að við virðumst bara ekki þekkja svona lagað. Allstaðar annarstaðar eru einhverskonar vegtollar t.d hér á norðurlöndunum, verðum við ekki bara að sætta okkur við það að landið okkar er að stækka og við fjölgum okkur, við búum ekki lengur í torfkofum með tveggja hjóla hestvagn.
Ég vill tvöföldun suðurlandsvegar og borga fyrir það aukalega en þú?
Hugmyndir um vegtolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar